Leiðtogar Breta og Frakka vilja endurbætur á Evrópusambandinu. Þeir koma nú saman til fundar í Brussel til þess að ræða niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Niðurstöður kosninganna voru vatn á myllu flokka sem eru andstæðir Evrópusambandinu. David Cameron segir að yfirvöld í Evrópusambandinu séu of fyrirferðamikil, of ráðrík og of afskiptasöm.

Franocois Hollande, forseti Frakklands, biður Evrópubúa um að veita því athygli hvað gerðist í heimalandi hans. Hægriöfgamenn unnu stórsígur á sósíalistaflokki Hollands og Sjálfstæðisflokkurinn í Bretlandi vann sigur á Íhaldsflokknum.

Hægri-öfgaflokkar í öðrum ríkjum Evrópusambandsins styrktu líka stöðu sína á Evrópuþinginu.

BBC greindi frá.