Lagt hefur verið fram frumvarp til Alþingis um stofnun Þjóðhagsstofnunar árið 2017 en samnefnd stofnun var starfrækt á árunum 1974 til 2002. Stofnuninni er ætlað að fylgjast með árferði og afkomu þjóðarbúsins, vinna að hagrannsóknum og vera ríkisstjórn og Alþingi til ráðuneytis í efnahagsmálum.

Samkvæmt frumvarpinu myndi hún heyra undir Alþingi og forstjóri hennar yrði ráðinn til sex ára í senn af forsætisnefnd Alþingis. Flutningsmenn eru Valgerður Bjarnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Birgitta Jónsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.