Starfsgreinasambandið, stærsta landssambandið innan ASÍ, heldur í dag sitt sjötta þing en þar verða meðal annars lögð fram drög að kjaramálaályktun fyrir komandi kjarasamninga.

Samkvæmt drögum að ályktuninni er þess krafist að grunnlaun dugi fyrir framfærslu og að taxtakerfið verði endurreist í kjarasamningum þannig að starfsaldur, hæfni og reynsla skili sér í launahækkunum.

Í minnisblaði um kjara- og atvinnumál sem lagt er fyrir þingið kemur þó fram að kaupmáttur verkafólk hefur síðan í janúar 2015 aukist um 21% á sama tímabili og verðlagið hefur hækkað um einungis 5,6%.

Björn Snæbjörnsson hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður sambandsins að því er Morgunblaðið greinir frá, en 19 verkalýðsfélög eiga aðild að félaginu, og eru félagsmenn þess um 50 þúsund.