Evrópuþingið hefur hvatt landslið aðildarríkja sinna til að skarta evrópska fánanum á landsliðsbúningum íþróttaliða sinna. Þá hefur þingið líka hvatt til þess að evrópska fánanum verði flaggað á stærri íþróttaviðburðum. Hvorugt atriðið er þó skylda, enn sem komið er.

550 þingmenn Evrópuþingsins kusu í vikunni með tillögu þessa efnis í þinginu, en aðeins 73 þingmenn voru á móti tillögunni.

Frá þessu er greint á vef BBC en þar kemur jafnframt fram að fulltrúar breska íhaldsflokksins hafi sett sig upp á móti tillögunni og sagt hana óþarfa með öllu.