Viðskiptaráð fagnar hækkun lífeyristökualdurs úr 67 árum í 70 ár og að auka eigi sveigjanleika starfsloka. Auk þess telur ráðið breytingar til einföldunar almannatryggingakerfisins til bóta.

Áætlaður kostnaður 33 milljarðar

Kemur þetta fram í umsókn ráðsins um framvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar. Þó gagnrýnir ráðið að ekki liggi fyrir hvernig fjármagna áætlaðan kostnað breytinganna sem nemur um 33 milljörðum króna fram til ársins 2027. Segir ráðið að ekki sé tekið tillit til athugasemda ráðsins við frumvarpsdrögunum.

Hvetur ráðið til þess að tryggingargjald verði ekki hækkað til þess að fjármagna þær, heldur verði opinber útgjöld heldur skorin niður til þess. Áætlað er að 0,45 prósentustiga hækkun þurfi að koma til að ríkissjóður tapi ekki á breytingunum. Hækkun á skattlagningu á vinnuframlag einstaklinga muni vinna gegn jákvæðum áhrifum breytinganna að mati ráðsins.

Slík hækkun færi þvert gegn þeirri vinnu að lækka tryggingargjaldið sem verið hefur í gangi síðan 2012. Segja þeir að draga mætti úr kostnaði við frumvarpið með því að flýta hækkun lágmarkslífeyristökualdursins.

Örorkuákvæði verði haldið inni

Einnig vill ráðið að á ný verði tekið upp ákvæði sem fallið hefur úr lagabreytingartillögunni síðan drögin voru birt. Kveður ákvæðið um að sett skuli af stað samstarfsverkefni um að þróa leiðir til að innleiða starfsgetumat í stað örorkumats. Segir ráðið engin sjónarmið hafa komið fram sem réttlæti þessa breytingu.

Segir ráðið örorku vera umfangsmikið félagslegt og efnahagslegt vandamál hérlendis, en sífellt fleiri séu metnir til örorku á hverju ári. Öryrkjum hafi fjölgað um tæp 30% frá árinu 2005. Á árinu 2015 voru 1.471 einstaklingur úrskurðaður með 75% örorkumat sem er 19% fleiri en árið á undan. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafi tæplega þúsund til viðbótar verið úrskurðaðir 75% örorku, en þetta að aukning um 50% miðað við meðaltal síðustu fimm ára.