Þær eru misjafnar áhyggjurnar í lífinu en fulltrúar í hafnarnefnd Seyðisfjarðar hafa krafist þess að fá framvegis morgunverð á morgunfundum nefndarinnar.

Þetta kemur fram á vef Austurgluggans.

Í harðorðri bókun frá seinasta fundi, sem byrjaði klukkan átta á „hrollköldum desembermorgni,“ eins og það er orðað í frétt Austurgluggans kemur fram að fulltrúarnir geri „alvarlegar athugasemdir við slappleika hafnarstjóra að ekki skuli vera boðið upp á staðgóðan morgunverð þegar fundað er svona árla dags.“

Þá kemur fram að bókunin var samþykkt samhljóða.

Í frétt Austurgluggans er þó tekið fram að hafnarstjóri hafi fimlega borðið af sér allar ásakanir en eftir málalengingar lofað að taka málið til skoðunar fyrir næsta fund nefndarinnar.