Agnar Hansson, bankastjóri Sparisjóðabanka Íslands áður Icebank, vonast til að ríkið auk erlendra aðila verði hluthafar í bankanum. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is.

„Hugmyndin er að draga alla að samningaborðinu og semja um skuldabreytingu. Gangi það eftir myndu kröfuhafar í Icebank verða hluthafar í bankanum,“ segir Agnar við Mbl.is

Sparisjóðabanki Íslands hefur fengið frest til 10. desember til að reiða fram auknar tryggingar vegna veðlána í Seðlabanka Ísland.