*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 12. september 2016 16:29

Vilja fá toll á franskar felldan niður

Félag atvinnurekenda skorar á Alþingi að fella niður tolla á franskar kartöflur, sem er nú 76%.

Ritstjórn

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu tveggja innflutningsfyrirtækja um að 76% tollur, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur, yrði dæmdur ólögmætur og endurgreiddur. Er greint frá þessu í frétt á vefsíðu Félags atvinnurekenda.

Dómurinn féllst á þau rök íslenska ríkisins í málinu að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar, en ekki til að vernda innlenda framleiðslu. Dómurinn er í samræmi við dóm Hæstaréttar í máli innflutningsfyrirtækja gegn ríkinu vegna tolls á innflutt snakk.

Þann toll hefur Alþingi nú ákveðið að fella niður frá og með næstu áramótum. Félag atvinnurekenda skorar á þingið að gera slíkt hið sama varðandi tollinn á franskar kartöflur.

Stikkorð: Dómsmál Tollar
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is