Japanski bílarisinn Toyota hefur lýst yfir áhuga á að fjárfesta fyrir 10 milljarða dala í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef BBC, en fyrirtækið segist geta fjárfest þessum upphæðum á næstu fimm árum.

Jim Lentz, sem er yfir Toyota í Bandaríkjunum tilkynnti fréttirnar á Detroit motor show, einni stærstu bílasýningu heims. Samkvæmt honum hefur fjárfestingaráhuginn þó ekkert með Donald Trump og hans ógnir að gera.

Undanfarnar vikur hafa bílaframleiðendur vestanhafs verið að draga fjárfestingaryfirlýsingar í Mexikó til baka, enda tilvonandi forseti Bandaríkjanna búinn að hóta öllu illu ef störf hverfa út fyrir landamærin.