Nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands, sem skipuð var í fyrra, hefur skilað fjármála- og efnahagsráðherra áfangaskýrslu. Hún leggur m.a. til að í stað núverandi aðstoðarseðlabankastjóra komi tveir bankastjórar sem taki sæti ásamt seðlabankastjóra sem yrði jafnframt formaður bankastjórnar, leiddi starfsemi bankans og kæmi fram fyrir hönd hans. Þá tæki öll bankastjórnin sæti í peningastefnunefnd ásamt tveimur utanaðkomandi sérfræðingum á sviði efnahags- og peningamála.

Að mati nefndarinnar hefur ráðningarferli seðlabankastjóra og innleiðing peningastefnunefndar að mestu leyti tekist vel. Hún leggur til að ef ráðherra óskar eftir að skipa bankastjóra úr hópi annarra en þeirra sem hæfastir eru taldir þá skal sú ákvörðun borin undir Alþingi.

Hér er hægt að kynna sér tillögur nefndarinnar nánar.