„Hækkun Úrvalsvísitölunnar á síðasta ári um 15% og nú í janúar um 8% ásamt góðu gengi Icelandair á hlutabréfamarkaði sýnir að áhugi er á nýjum fjárfestingarkostum og við hlökkum til að geta boðið upp á hlutabréf fleiri fyrirtækja á markaðnum. Lækkandi ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði styður ennfremur við þessa þróun,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland.

Skuldabréfaveltan í kauphöllinni í janúar nam 201 milljarði króna sem samsvarar 9,4 milljörðum króna á dag.