Íslensk stjórnvöld og fulltrúar íslenskra flugfélaga hafa átt í viðræðum við Rússa um heimild til yfirflugs en þær viðræður hafa ennþá engu skilað. Vefurinn turisti.is hefur fjallað um málið. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að ekkert nýtt sé að frétta varðandi þetta mál.

„Íslensk stjórnvöld hafa átt í viðræðum við rússnesk stjórnvöld vegna heimildar til yfirflugs fyrir íslensk flugfélög en niðurstaða af þeim viðræðum liggur enn ekki fyrir. Á þessari stundu er erfitt að segja til um framhald funda en ráðuneytið heldur áfram að fylgja málinu eftir,” segir Sveinn.

Norðmenn hafa einnig lýst yfir vilja til að fljúga til Rússlands.

„Það vantar ekki viljan að okkar hálfu en þeir stjórna sínu loftrými. Við gerum það sem við getum til að vekja áhuga Rússa á að heimila aukna flugumferð yfir Síberíu en það eru þeir sem taka lokaákvörðunina,” segir Ketil Solvik-Olsen, samgönguráðherra Noregs.

Eitt af því sem mun hafa dregið úr vilja Rússa til að semja við norsk stjórnvöld og Norwegian er sú staðreynd að skandinavíska flugfélagið SAS er með heimild fyrir því að fljúga yfir Síberíu. Sú heimild er mun vera merkt Skandinavíulöndunum þremur og samkvæmt frétt E24 þá vilja Rússar aðeins veita einu flugfélagi frá hverju landi leyfi til yfirflugs.

Hvorugt íslensku flugfélaganna flýgur í dag til Rússlands en áætlunarferðir þangað munu vera forsenda fyrir því að þarlend stjórnvöld gefi heimild fyrir yfirflugi.

Viðskiptabannið sem nú er í lýði gagnvart Rússum kann líka að hafa dregið úr áhuga þeirra á að semja við vestræn ríki um aukna umferð í rússneskri loftsögu líkt og áður hefur komið fram.