Stærsta eignarstýringarfyrirtæki heims, BlackRock hefur það sem af er ári 94 sinnum kosið gegn því að forstjórar fyrirtækja fái endurkjör í stjórnir annarra fyrirtækja samkvæmt frétt Reuters . Þykir þetta til marks um aukna andstöðu fyrirtækisins við að forstjórar taki að sér önnur störf en því sem þeir gegna en til samanburðar kaus fyrirtæki 32 sinnum gegn áframhaldandi stjórnarsetu forstjóra í stjórnum annarra fyrirtækja.

Rök BlackRock fyrir því að forstjórar sinni einungis starfi sínu snýr fyrst og fremst að því starf þeirra sé stöðugt að verða tímafrekara og því þurfi einbeitt sér að sínu starfi fullkomlega. „Það hljómar mögulega ágætlega að sitja í stjórnum margra fyrirtækja en hvað gerist þegar fyrirtæki verður fyrir áföllum,“ lét Barbara Novick, varastjórnarformaður BlackRock hafa eftir sér í viðtali við Reuters.

Ljóst er að ákvörðun BlackRock mun hafa áhrif en fyrirtækið er með um 6.800 milljarða dollara í stýringu. Þá þykir aðgerðir BlackRock marka stefnubreytingu en áður hafði fyrirtækið samþykkt að forstjórar sætu í stjórnum tveggja annarra fyrirtækja en þeirra eigin.