Karen Lind Ólafsdóttir guðfræðingur hefur stofnað félagið Marry Iceland ehf. Hún er framkvæmdastjóri og eigandi félagsins.

„Við erum með upplýsingaþjónustu fyrir brúðkaup. Mörg erlend brúðhjón vilja gifta sig á Íslandi en það getur verið erfitt fyrir þau að afla sér upplýsinga um ljósmyndara, veisluþjónustu og annað sem það vill fá í brúðkaupið. Við verðum með allar þessar upplýsingar á einum stað. Þá geta brúðhjón gert þetta meira og minna sjálf,“ segir Karen. Félagið á

Karen Lind Ólafsdóttir
Karen Lind Ólafsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

og rekur vefina brudkaup.is og wedding.is.

Hún segir tilganginn jafnframt vera að markaðssetja Ísland sem spennandi stað til að halda brúðkaup. „Við ætlum að vera í samvinnu við ferðaþjónustuaðila með það.“

Landslagið trekkir að

Karen segir áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi til að halda brúð- kaup hafa færst mjög í aukana.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .