Sú verðlækkun sem varð í október felur í sér að virkir raunstýrivextir bankans hafa hækkað umtalsvert og eru nú komnir yfir 4%, að því er segir í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi, sem gefið er út af Samtökum atvinnulífsins. Þar er lagt út af fréttum um að verðbólga sé nú aðeins 1%, sem gefi svigrúm til frekari vaxtalækkana Seðlabanka Íslands.

„Viðmið bankans hefur verið að raunvextir séu í kringum 3% þegar efnahagslífið fer úr slaka í spennu, eins og um þessar mundir. Ljóst er því að umtalsvert svigrúm hefur skapast fyrir vaxtalækkun. Mikilvægt er góður árangur í hagstjórn skili sér í lægri raunvöxtum og því er brýnt að Seðlabankinn lækki vexti enn frekar við næstu vaxtaákvörðun þann 10. desember næstkomandi.“