Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, hefur sent Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, formanni Velferðarnefndar, ósk um að nefndin fundi sem allra fyrst til að ræða stöðuna á Landspítalanum nú þegar forstjóri spítalans, Björn Zoëga, hefur ákveðið að hætta störfum.

Í tilkynningu frá Vinstri-grænum segir að flokksmenn hafi gríðarlegar áhyggjur af þeirri alvarlegu stöðu sem nú sé uppi á Landspítalanum eftir uppsögn Björns.

Björn greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að hætta störfum, en hann afhenti ráðherra uppsagnarbréfið samdægurs.