Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Viðskiptablaðið að fenginni þeirri niðurstöðu að viðræðum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, liggur það fyrir að engir flokkar vilja ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn saman.

Í öðru lagi segir Bjarni að nú liggi þessi niðurstaða fyrir gegn Vinstri grænum. „Þá hef ég litið á að eini kosturinn sem ber að rannsaka að nýju er samstarf Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks,“ segir Bjarni. Þó sér Bjarni það ekki sem raunhæfan kost.

„Nú horfir svo við að þeir flokkar hafa ákveðið að freista þess að koma í gang fimm flokka viðræðum og það er staðan núna. Það verður að koma í ljós hvað út úr því kemur og hvort það fari af stað. Á meðan er ég ekki í samtali við aðra flokka,“ segir Bjarni að lokum. Þessir fimm flokkar sem áður reyndu að mynda stjórn eru; Vinstri græn, Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin.