Fjórir þingmenn úr Suðurkjördæmi vilja að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tryggi að Hornafjarðarflugvöllur geti nýst fyrir millilandaflug með minni farþegaflugvélum og vélum í ferjuflugi sem nú hafi heimild til að fara um völlinn.

Þingmennirnir eru Unnur Brá Konráðsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkonur Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, Sigurður Ingi Jóhannsson úr Framsóknarflokknum og Atli Gíslason, sem er utan flokka.

Í greinargerð með þingsályktunartillögu sem þingmennirnir hafa lagt fram segir m.a. að staðsetning flugvallarins bjóði upp á mila möguleika til aukinnar umferðar ferðamanna, sérstakleg í kjölfar tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Vitnað er til þess að í janúar árið 2008 hafi þetta verið kannað þegar Flugstoðir unnu greinargerð að beiðni sveitarstjórnarmanna og annarra hagsmunaðila til að kanna möguleika á að gera flugvellina á Ísafirði, Vestmannaeyjum og í Höfn að millilandaflugvöllum.

Í greinargerðinni kemur fram að gera þarf endurbætur á öryggis- og eftirlitsþáttum á flugvöllunum svo hægt verði að taka á móti minni farþegaflugvélum í millilandaflugi og vélum í ferjuflugi. Fjölda þyrfti starfsfólki á flugvöllunum, s.s. við vopnaleit og umsýslu vegna flugverndar.