*

þriðjudagur, 19. október 2021
Innlent 15. júlí 2021 09:35

Vilja greiða hluthöfum 2,5 milljarða

Sjóva hefur beðið um heimild til lækkunar hlutafjár fyrir 2,5 milljarða króna sem greitt yrði til hluthafa.

Ritstjórn
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Baldur Kristjánsson

Sjóvá hefur óskað eftir heimild frá Fjármálaeftirlitinu til lækkunar á hlutafé fyrir 2,5 milljarða króna sem greitt yrði til hluthafa. 

Sjá einnig: Hagnaður Sjóvar tvöfaldast milli ára

„Tilgangur hlutafjárlækkunarinnar er að laga fjármagnsskipan félagsins að áhættuvilja stjórnar en gjaldþolshlutfall félagsins liggur nú fyrir ofan efri mörk áhættuviljans,“ segir í tilkynningunni. 

Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi Sjóvár í gær og fáist samþykki fyrir lækkuninni verður boðað til hluthafafundar. 

Stikkorð: Sjóvá