Sjóvá hefur óskað eftir heimild frá Fjármálaeftirlitinu til lækkunar á hlutafé fyrir 2,5 milljarða króna sem greitt yrði til hluthafa.

Sjá einnig: Hagnaður Sjóvar tvöfaldast milli ára

„Tilgangur hlutafjárlækkunarinnar er að laga fjármagnsskipan félagsins að áhættuvilja stjórnar en gjaldþolshlutfall félagsins liggur nú fyrir ofan efri mörk áhættuviljans,“ segir í tilkynningunni.

Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi Sjóvár í gær og fáist samþykki fyrir lækkuninni verður boðað til hluthafafundar.