*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 17. febrúar 2021 15:53

Vilja Grétu Maríu í stjórn Reita

Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags leggur til að Gréta María Grétarsdóttir verði kjörin í stjórn félagsins.

Ritstjórn
Gréta María Grétarsdóttir.
Haraldur Guðjónsson

Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags leggur til að Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar sem var nýlega ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla Brims, verði kjörin í stjórn félagsins. Þetta kemur fram í skýrslu tilnefningarnefndarinnar til aðalfundar.

Leggur tuilnefningarnefndin til að ásamt Grétu muni Kristinn Albertsson, Martha Eiríksdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Þórarinn Viðar Þórarinsson mynda stjórn fasteignafélagsins. Öll sitja þau þegar í stjórn félagsins. Kristinn hefur setið í stjórn Reita frá árinu 2017, Martha frá árinu 2013, Sigríður frá árinu 2019 og Þórarinn, sem hefur setið lengst í stjórninni, frá árinu 2009.

Ef farið verður eftir tillögum tilnefningarnefndar mun Gréta María taka sæti Thomasar Möller í stjórn Reita, en hann gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Í tilnefningarnefnd Reita sitja þau Margret G. Flóvenz, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Þórir Á. Þorvarðarson.