Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga leggur til að eftirlaunaaldur verði hækkaður í sjötíu ár yfir tólf ára tímabil. Þetta kemur fram á vef RÚV sem segir fréttastofu hafa tillögur nefndarinnar undir höndum.

Þá er lagt til að frítekjumörk verði afnumin og að dregið verði úr áhrifum bóta úr almannatryggingakerfinu á greiðslur úr lífeyrissjóðum. Auk þess er lagt til að skerðingaráhrif allra tekna verði 45 prósent.

Í frétt RÚV kemur fram að Öryrkjabandalagið og stjórnarandstaðan skrifi ekki undir tillögurnar og telji meðal annars að hvati til atvinnuþátttöku hjá þeim sem eru með minnsta starfsgetu sé of lítill og að skerðingarhlutfall tekna sé of hátt.