Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram frumvarp til Alþingis sem felur í sér tveggja milljarða hækkun á bensíngjöldum sem nýta eigi til aukinna framkvæmda í vegamálum.

„frumvarpinu er ætlað að bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í vegamálum landsins og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart þessum uppsafnaða og risavaxna vanda,“ segir í fréttatilkynningu frá þingflokknum um málið.

„Vert er að benda á að hér er um gjald á jarðefnaeldsneyti að ræða, en hækkun gjalda þar hvetur neytendur frekar til notkunar á umhverfisvænum orkukostum.“

Verðlagsþróun ekki verið fylgt í gjaldskrárhækkunum

Í tilkynningunni segir að ríkissjóður hafi orðið af tekjum vegna ákvarðana fyrri ríkisstjórna um að hækka ekki þessi gjöld jafnmikið og almenn verðlagsþróun hefur hækkað.

„Frumvarpinu er ætlað að bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í vegamálum landsins og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart þessum uppsafnaða og risavaxna vanda.“

Vinstri grænir voru síðast í ríkisstjórn á árunum 2009 til 2013 en í nýlegri skýrslu frá fjárfestingarfélaginu Gamma segir að uppsöfnuð fjárfestingarþörf í innviðum hér á landi nemi um 230 milljörðum. Á iðnþingi í gær var nefnt að það væri í kringum 65 milljarða uppsöfnuð þörf í samgöngumálum.

„Niðurskurður eftir hrun til vegamála var 90 prósent frá meðaltalinu 2002 til 2007. Það var allt skorið við nögl á sama tíma og þjóðinni var að fjölga og svo bætist allur túrisminn við,“ segir Gísli Hauksson forstjóri Gamma í inngangi skýrslunnar , en félagið hefur skoðað áhuga erlendra fjárfesta í að taka þátt í innviðauppbyggingu hér á landi.

„Við höfum fundað með stórum innviðafjárfestum beggja vegna Atlantshafsins og finnum fyrir miklum áhuga þeirra á að fjárfesta í innviðaverkefnum hér landi.