*

mánudagur, 25. október 2021
Innlent 28. apríl 2015 07:34

Vilja hækka launin um helming

Launakröfur Starfsgreinasambandsins jafngilda um 50 til 52% hækkun næstu þrjú árin.

Ritstjórn
Aðsend mynd

„SGS grundvallar sína kröfugerð meðal annars með vísan í samninga við lækna og kennara. Með sama hætti eru allir hópar á vinnumarkaði núna að grundvalla sína kröfugerð með vísan til einhverra samninga sem aðrir aðilar hafa verið að gera. Þannig að ef við myndum semja um 50% launahækkun við SGS til þriggja ára þá yrði það bara lágmarksviðmið allra annarra samninga sem á eftir kæmu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Fréttablaðið.

Þar er greint frá því að launakröfur Starfsgreinasambandsins séu launahækkanir á bilinu 50 til 52% á þremur árum. Krónutöluhækkunin sé á bilinu 98 til 127 þúsund krónur. „Það verða fleiri að taka ábyrgð. Við erum að horfa á þriggja ára plan, sem þýðir í kringum 16 til 17% hækkun á ári. Við teljum að þjóðfélagið geti alveg þolað þessar hækkanir,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.