Fyrirtækjasamstæðan LVHM, sem á meðal annars Louis Vuitton og Bulgari, vill rifta fyrirhuguðum 16,6 milljarða dollara kaupum á bandaríska skartgripaframleiðandanum Tiffany. FT greinir frá þessu.

Búið var að ganga frá samningum þess efnis að LVHM, sem er stýrt af Bernard Arnault einum ríkasta manni Evrópu, myndi kaupa Tiffany en í málsókn sem fyrirtækið hefur höfðað á hendur skartgripaframleiðandanum eru færð rök fyrir því að vegna slæmra viðskiptaákvarðana Tiffany á veirutímum sé LVHM heimilt að rifta samningnum.

Aftur á móti kveðjast stjórnendur Tiffany hafa tekið rekstrarlegarákvarðanir með hagsmuni hluthafa í forgrunni. Þessi málsókn sé enn ein tilraunin LVHM til að reyna koma sér undan skuldbindandi kaupsamkomulagi.