Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), Birtingahúsið og MediaCom vilja að RÚV haldist á auglýsingamarkaði. Kemur fram í tilkynningu frá þessum aðilum að „ef RÚV hverfur af auglýsingamarkaði muni það skerða möguleika auglýsenda á að ná til neytenda.“ Tengist þetta umræðu síðustu vikna um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði gagnvart einkareknum miðlum.

Hafa þessir aðilar jafnframt áhyggjur af því að það sé hætta á því að dregið yrði úr framleiðslu sjónvarpsauglýsinga og að það kæmi niður á fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af auglýsingaframleiðslu.

Einnig benda SÍA, Birtingarhúsið og MediaCom á að það sé „hagur íslenskra neytenda að auglýsendur nái til þeirra með hagkvæmum hætti en ekki síður að næg fjölbreytni ríki á auglýsingamarkaði og eðlileg samkeppni þrífist.“

Bent er á í tilkynningunni að samkeppni frá erlendum miðlum geti reynst þeim íslensku erfið.

Þó telja þessir aðilar að það sé ekki auglýsendum og neytendum í hag að taka ekki RÚV af auglýsingamarkaði.