Í frumvarpi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög er lagt til að endurskoðunarfyrirtæki megi ekki endurskoða sama fjármálafyrirtæki og tryggingafélag  lengur en fimm ár. Í dag er sama endurskoðanda heimilt að starfa í sjö ár fyrir einingu tengda almannahagsmunum, þ.e. fjármálafyrirtæki sem er skilgreint sem lánastofnun, fyrirtæki sem eru skráð á verðbréfamarkað, lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Skal hann þá taka sér frí a.m.k. í tvö ár samfellt. Það vekur því athygli að löggjafinn virðist einungis vilja herða á kröfum um starfshætti endurskoðenda gagnvart fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum.

Trúverðugleiki endurskoðenda beðið hnekki

Fram kemur að trúverðugleiki þeirra sérfræðinga sem votta reikninga fyrirtækja í fjármálaheiminum hafi beðið hnekki.  Í athugasemdum með frumvarpi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki eru tvær ástæður nefndar til rökstuðnings fyrir því að sérstaklega er horft til fjármálafyrirtækja: "Í fyrsta lagi er verið að reyna að sporna við því að endurskoðendur verði um of fjárhagslega háðir einu fyrirtæki og í öðru lagi að sú vissa sem þeir standa frammi fyrir að samkeppnisaðilar geta skoðað verk þeirra að ráðningartíma liðnum muni leiða til vandaðri vinnubragða."

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.