*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 14. mars 2015 10:32

Vilja hámarks arð úr félaginu

Stjórn Sláturfélags Suðurlands leggur til að greiddur verði 10% arður en hópur eigenda vill fá greiddan hærri arð en það.

Ritstjórn
Ragnar Axelsson

Eigendur 38,18% B-hluta í Sláturfélagi Suðurlands hafa lagt fram tillögu um að greiddur verði út meiri arður en stjórn félagsins hefur lagt til.

Stjórnin leggur til að greiddur verði 10% arður, en heimild er fyrir því í samþykktum félagsins aðgreiða 15% arð á höfuðstól hluta í B-deild stofnsjóðsins auk verðbóta. B-hlutum í SS fylgir ekki atkvæðisréttur á aðalfundi, en B-hlutirnir fá hins vegar þær arðgreiðslur sem greiddar eru úr félaginu. Eigið fé SS samstæðunnar er nú tæpir fjórir milljarðar króna, en ef tillagan verður samþykkt mun arðgreiðslan verða um níu milljónum króna hærri en ella.