Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm, hefur áhuga á því að setja upp fiskeldi með kavíarframleiðslu í Hrunamannahreppi, á Flúðum eða í sveitinni í kring. Þessu greinir Sunnlenska frá.

Halldór segir í samtali við Sunnlensku aðspurður um erindi til sveitarstjórnar Hrunamannahrepps um kavíarframleiðslu að fyrst og fremst sé verið að leita að stað með góðu aðgengi að volgu vatni og að slíka staði er að finna víða í sveitarfélaginu

Fyrirtækið Stolt Sea Farm er með 22 þúsund fermetra aðstöðu á Reykjanesi þar sem það framleiðir um 500 tonn af flúru á ári í fiskeldi.

Ragnar Magnússon, oddivti Hrunamannahrepps, segir í samtali við Sunnlensku að verið sé að skoða þá staði sem koma helst til greina, en ekki sé komin niðurstaða í það ennþá. En að gott aðgengi að talsverðu magni af volgu vatni er það sem skiptir mestu máli í því sambandi.