Matvælastofnun auglýsir tillögu um rekstrarleyfi fyrir Laxa eignarhaldsfélag um 3 þúsund tonna viðbótarsjókvíareldi af laxi í Reyðarfirði.

Félagið, sem áður hét Laxar fiskeldi ehf., er nú þegar með 6 þúsund tonna eldi í firðinum svo heildareldið færi í 9 þúsund tonn, en það hafði sótt um framleiðsluleyfi á 10 þúsund tonnum.

Tillagan nú er byggð á matsskýrslu frá 2018 um viðbótarframleiðslu, en áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar leiddi til breytingar á umsókninni.

Í tilkynningu á vef stofnunnar segir að því snúi auglýsing hennar nú um að allt að 3.000 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma í stað 10.000 tonna

Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til eftir endurútreikning áhættumatsins, að hækka áhættumatið í Reyðarfirði í 16 þúsund tonn. Því skiptu Laxar fiskeldi umsókn sinni í tvennt. Fyrst var sótt um 3 þúsund tonna aukningu, úr 6 í 9 þúsund tonn og svo um 7 þúsund tonna aukningu til viðbótar, upp í 16 þúsund tonn. 7 þúsund tonna umsóknin er í ferli.