Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp til Alþingis þar sem þess er krafist að alþingismenn geri opinberlega grein fyrir hvers kyns persónulegum hagsmunum eða hagsmunaárekstrum við meðferð máls á Alþingi, með yfirlýsingu á þingfundi, í nefndum þingsins eða á þeim vettvangi sem við á hverju sinni.

Samkvæmt núgildandi lögum þurfa alþingismenn einungis að gera almennt grein fyrir hagsmunatengslum í hagsmunaskrá og myndi þessi breyting því auka við upplýsingaskyldu þingmanna.

Í greinargerð kemur fram að auk hagsmunaskráningar þá þurfi þeir að greina frá því á vettvangi Alþingis ef þeir eiga sérstakra efnahagslega, viðskiptalega eða fjárhagslega hagsmuni að gæta við úrlausn máls eða náin venslatengsl sem gætu haft áhrif á þingmanninn við meðferð málsins.