Eins og fram hefur komið hefur Fjármálaeftirlitið (FME) ákveðið að taka yfir vald hluthafafundar Kaupþings banks hf.

Jafnframt hefur stjórn bankans sagt af sér. Að auki hefur FME hefur skipað skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar þegar í stað.

Skilanefnd hefur farið þess á leit við Hreiðar Má Sigurðsson að hann haldi áfram störfum sínum sem forstjóri Kaupþings og beri áfram ábyrgð á daglegum rekstri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþing en ekki kemur fram hvort Hreiðar Már hefur orðið við ósk skilanefndar.