*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Erlent 18. maí 2017 08:35

Vilja innkalla bónusa bankamanna

Deutsche Bank íhugar að láta fyrrum stjórnarmenn og stjórnendur axla ábyrgð á slæmu gengi bankans.

Ritstjórn

Deutsche Bank hefur unnið að því að undirbúa hálfgerða innköllun á bónusum sem greiddir voru fyrir hrun. Þetta kemur fram á fréttaveitu Reuters en Paul Achleitner leiðir málið.

Fyrirtækið vill láta fyrrum stjórnendur og stjórnarmenn axla ábyrgð á slæmu gengi bankans, en lögfræðilegt mat hefur leitt í ljós að hægt verði að krefja einstaklinga um að endurgreiða laun og bónusa upp að ákveðnu marki.

Ekki hefur komið fram hvaða leið verður valin og hafa engin nöfn verið nefnd í þessu samhengi. Fyrirtækið telur þessa leið þó æskilega og virðast hluthafar taka vel í áformin.

Bankinn myndi með þessum aðgerðum senda skýr skilaboð til fjármálaheimsins og setja fordæmi fyrir aðra banka sem gætu gert slíkt hið sama.