Fjárfestar sem standa að baki fjárfestingasjóðs JPMorgan eiga nú í viðræðum um kaup á 10% hlut í samskiptavefsíðunni Twitter. Verðmiðinn á hlutnum er um 450 milljónir dollarar sem þýðir að markaðsvirði Twitter, sem er vex hvað hraðast allra samskiptasíða, er um 4,5 milljarðar.

Financial Times greinir frá. Ekki er víst hvort sjóðurinn kaupi hlutinn af öðrum hluthöfum eða fjárfesti beint í félaginu. Fjárfestir aðilar standa að baki fjárfestingasjóðnum og er ætlað að kaupa hlut í vaxandi tæknifyrirtækjum. Litið er til sjóðs sem Goldman Sachs stofnaði nýlega og keypti hlut í Facebook.

Stærð sjóðsins í dag er um 1,22 milljarðar dala. Hann lítur ekki eingöngu til Twitter og er talið að hann muni einnig fjárfesta fyrir háar fjárhæðir í tölvuleikjaframleiðandanum Zynga eða netsímfyrirtækinu Skype.