Forsvarsmenn House of Frasier, bresku tískuvörukeðjunnar sem er í 35% eigu Baugs, hafa lýst því í yfir að þeir séu tilbúnir til að kaupa Baug út úr félaginu – séu bréfin til sölu.

Frá þessu er greint á vef breska blaðsins The Guardian og þar er minnt á að Baugur hafi á sínum tíma fengi lán hjá Kaupþing, sem íslensk yfirvöld yfirtóku í síðustu viku, til að kaupa hlut sinn í keðjunni.

Í tilkynningu frá öðrum hluthöfum House of Frasier kemur fram að félagið hafi fjárhagslega burði til að kaupa hlut Baugs.

Hjá House of Frasier vinna um 8.000 manns í 65 verslunum.

Sjá umfjöllum The Guardian.