Franz Jezorski, stjórnarformaður bílaumboðsins Heklu, hefur boðið Friðberti Friðbertssyni, forstjóra félagsins, að kaupa sig út úr félaginu ella kaupi hann Friðbert út.

Kunnugt er að samstarf þeirra tveggja hefur verið stirt allt frá því að þeir keyptu bílaumboðið af Arion banka í ársbyrjun 2011. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er verðmiðinn á 50% hlut í félaginu um einn milljarður króna.

Það sem kann þó að flækja málið er að samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins nýtur Friðbert stuðnings Volkswagen í Þýskalandi til að stýra félaginu áfram en það gerir Franz ekki.

Þeir eiga sitthvorn helminginn í Heklu, Friðbert í gegnum félag sitt Riftún en hlutur Franz er í eigu EH1 ehf. sem er í eigu Ingibjargar Baldursdóttur, fyrrverandi eiginkonu Franz. Friðbert vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.