Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fullan hug á að kaupa Málmey í Skagafirði. Í fjárlögumer tekið fram að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi heimild til að ganga til viðræðna við sveitarfélagið Málmey.

Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, segir að þetta hafi síðast verið rætt í gærmorgun. „Við höfum falast eftir því að kaupa eyjuna en höfum ekki fengið nein svör. Okkur finnst eðlilegra að Sveitarfélagið Skagafjörður eigi þessa eyju en ríkið.“ Hún segir að að svo stöddu hafi engar verðhugmyndir verið ræddar.

Ekki sé fyrirhugaðað vera með ferðaþjónustu í eyjunni. Þar sé engin höfn en hægt sé að fara út í eyjuna ef ferðast sé á léttum báti.