Söluferli á a.m.k. rúmlega 40% hlut í Sjóvá er langt komið. Líkur standa til þess að salan verði kláruð á næstum vikum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Í hópi þeirra sem standa að baki tilboði í hlut í félaginu eru fjárfestarnir og hagfræðingarnir Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells.

Heiðar Már hefur komið fram fyrir hönd þeirra sem aðild eiga að tilboðinu. Meðal þeirra sem einnig koma að tilboðinu eru systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir, sem kennd hafa verið við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip í Hafnarfirði.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .