Sagt er að formlegar viðræður hefjist í næstu viku um möguleg kaup fjárfesta á lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði í ViðskiptaMogganum í dag.

Tilkynnt var um lokun verksmiðjunnar í júní 2015 og sagði félagið upp 300 starfsmönnum vegna lokunarinnar. Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans berjast tveir hópar íslenskra fjárfesta um kaupin. Eigandi verksmiðjunnar er ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva.

Einnig er tekið fram að ef að kaupunum yrði myndi lyfjaframleiðsla hefjast að nýju í húsnæðinu, en lyfjaframleiðslu í verksmiðjunni var hætt í febrúar á þessu ári. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hefur veitt ráðgjöf varðandi söluna ásamt erlendum ráðgjafa.