*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 9. mars 2017 08:34

Vilja kjósa varamenn í stjórn

Nýr hluthafafundur er boðaður í Icelandair 3. apríl næstkomandi eftir ósk tilskilins lágmarks hluthafa þar um.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair group hefur nú auglýst, tæpri viku eftir aðalfund sinn, að nýr hluthafahópur verði haldinn 3. apríl næstkomandi.

Aðalfundur félagsins var haldinn á föstudaginn síðasta, en eftir hann kom fram ósk frá að minnsta kosti 10% hluthafa um nýjan hluthafafund svo hægt væri að kjósa varamenn í stjórn félagsins. Þetta er haft eftir Pétri Óskarssyni framkvæmdastjóra samskipta Icelandair Group í Morgunblaðinu.

Reglur félagsins kveða á um að tilskilið lágmark hluthafa sé 10% til að breyta samþykktum félagsins.

„Það kom fram ósk eftir aðalfundinn frá hluthöfum sem fara með tilskilið lágmark hlutafjár, að samþykktum félagsins yrði breytt þannig að gert yrði ráð fyrir kosningu varamanna," segir Pétur.

„Jafnframt var óskað eftir að kosning þeirra færi fram samhliða.“