Samkeppnieftirlitið telur að alvarlegar samkeppnishindranir felist í einkaleyfi sem vegagerðin veitti Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) til þess að sinna áætlunarakstri á svæðinu. Þá er innifalinn akstur á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur.  Samkeppniseftirlitið skilaði áliti sínu til innanríkisráðherra og Vegagerðarinnar í dag.

Kynnisferðir, Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar hafa áður lagt fram kvörtun vegna þessa. Samkeppniseftirlitið tekur fram að eftir að samkeppni var komið á í áætlunarakstri á leiðinni milli flugstöðvarinnar og Reykjavíkur hefur farþegum sem nota flugrútu fjölgað um 66%. Jafnframt hefur fargjald ekki hækkað í samræmi við hækkun rekstrarkostnaðar.