*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 9. nóvember 2013 12:06

Vilja láta reyna á bann við innflutning á hráu kjöti

Til greina kemur að félagsmaður SVÞ reyni að flytja inn ófrosið hrátt kjöt og að félagið kæmi að málshöfðun gegn ríkinu.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) telur ekki annað að gera en að láta reyna á bann við innflutningi á ófrosnu hráu kjöti, ef stjórnvöld bregðast ekki við áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) með því að laga lög hér að reglum Evrópska efnahagssvæðisins. Í samtali við Morgunblaðið í dag segist Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, ekki geta sagt nákvæmlega hvernig látið verða reyna á lögin.

Áður hefur komið fram að til greina kæmi að félagsmaður myndi reyna að flytja inn ófrosið kjöt og SVÞ myndi síðan koma að málshöfðun gegn stjórnvöldum ef kjötið fengist ekki tollafgreitt. „Við munum hraða málsmeðferðinni eins og hægt er. Ekki er útlilokað að samþykkt verði að það fái flýtimeðferð fyrir dómstólum því það varðar framkvæmd stjórnvalda á alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir Andrés.