Forystumenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um Jafnréttissjóð Íslands. Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi, í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt, að stofnaður verði Jafnréttissjóður sem fái 100 milljónir króna árlega af fjárlögum næstu fimm ár.

Þriggja manna stjórn sem kosin er af Alþingi verður yfir sjóðnum. Meðal þess sem sjóðnum er ætlað að fjármagna eða styrkja eru verkefni sem eru til þess fallin að vinna gegn launamun kynjanna og efla almennt jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Þá eru þar einnig nefnd þróunarverkefni í skólakerfinu sem er ætlað að stuðla að sterkri og jákvæðri sjálfsmynd pilta og stúlkna, svo sem með aukinni fræðslu í kynjafræðum.

Tillöguna má lesa í heild sinni hér.