Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor á Bifröst, leiðir sérstakan samráðhóp sem vinnur að því að kanna möguleikann á lagningu háhraðalestar á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Framkvæmdin gæti kostað um 100 milljarða króna. Ef af verður mun lestin, sem gæti verið annað hvort segulhraðalest eða rafhraðalest sem ná á milil 300-400 km hraða á klukkustund, fara á milli á 15-20 mínútum. Endastöð hennar í Reykjavík yrði hún við hugsanlega samgöngumiðstöð við Njarðargötuna í Reykjavík.

Fram kom í fréttum RÚV að borgarráð hafi á fundi sínum í gær ákveðið að leggja 2,5 milljónir króna í verkefnið. Á meðal þeirra sem þátt taka í því auk borgarinnar eru Ístak, Ísavía, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Landsbankinn og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.

Niðurstöður hvort lestarsamgöngurnar geta orðið að veruleika munu liggja fyrir um miðjian janúar, að sögn RÚV.