Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Haunavinir sendu í dag sýslumanninum í Reykjavík beiðni um lögbann vegna vegaframkvæmda sem hafnar eru í Gálgahrauni. Fram kemur í beiðninni að samtökin krefjist þess að lögbann verði lagt á framkvæmdina þegar í stað.

Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að þau telji framkvæmdina ólögmæta þar sem framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Garðabær gaf út til eins árs í apríl árið 2009 sé löngu fallið úr gildi enda hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða eins og áskilið sé bæði í lögum og í leyfinu sjálfu. Þá er á það bent að umhverfismat vegna framkvæmdanna sé orðið ellefu ára gamalt.