*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Erlent 3. janúar 2017 11:34

Vilja lokka 20 þúsund bankamenn til Parísar

Forsvarsmenn fjármálastofnanna í París telja líklegt að um 20 þúsund bankamenn flytji búferlum til Parísar vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Ritstjórn
Horft yfir Parísarborg.
Haraldur Guðjónsson

Talið er líklegt að um 20 þúsund bankamenn flytjist til Parísar frá Lundúnum vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í framsögu frönsku fjármálahagsmunasamtakanna Europlace, en Bloomberg greinir frá.

Forsvarsmenn fjármálamarkaðarins í París keppast nú við aðrar evrópskar stórborgir um að laða til sín breska bankamenn sem að höfðu aðsetur í Lundúnum, en vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, missa Bretar stöðu sína í innri markaði Evrópusambandinu, sem að margir bankamenn telja neikvætt.

Forsvarsmenn fjármálamarkaðarins í París keppast nú við aðrar evrópskar stórborgir um að laða til sín breska bankamenn sem að hafa haft aðsetur í Lundúnum, en með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, missa Bretar stöðu sína í innri markaði Evrópusambandinu, sem að margir bankamenn telja neikvætt.

Talsmenn Europlace koma til með að ræða við forsvarsmenn bankamanna Lundúna í febrúar um hvort að þeir vilji flytja sig um sess til Parísar, en aðrar borgir sem hafa áhuga á bankamönnunum bresku, til að mynda Frankfurt.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, stefnir að öllum líkindum á því að hefja formlega útgöngu Breta úr sambandinu í mars á þessu ári. Bankamenn í Bretlandi hafa varað May við að ef að þeir missi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins flytja þeir búferlum yfir til meginlands Evrópu.

„Við höfum tekið eftir því að fjármálastofnanir hafa flýtt fyrir áformum sínum,“ segir Arnaud de Bresson, framkvæmdastjóri Europlace í viðtali við Bloomberg.

Stikkorð: París Lundúnir Brexit flutningar bankamenn