Stjórnendur þýska risabankans Commerzbank vinna nú að því hörðum höndum að afla 2,5 milljarða evra með sölu hlutafjár til að greiða stjórnvöldum aftur lán sem þau veittu bankanum til að forða honum frá því að fylgja öðrum fjármálafyrirtækjum fram af gjaldþrotabarminum í fjárkreppunni árið 2008. Þýska ríkið lagði 16,4 milljarða evra, jafnvirði 2,700 milljarða íslenskra króna. Með uppgreiðslu lánsins er stefnt að því að eignahlutur ríkisins í Commerzbank fari úr 25% niður fyrir 20%.

Commerzbank er næststærsti banki Þýskalands.

Fjárfestar tóku ekki vel í fréttir af fyrirtætlun stjórnenda Commerzbank. Gengi hlutabréfa bankans féll um 10% og stendur það nú í 1,26 evrum á hlut. Það hefur ekki verið lægra síðan í fyrrasumar.