Íslensk yfirvöld munu ekki samþykkja beiðnir þrotabúa Glitnis og Kaupþings um að ganga frá uppgjöri bankanne með naðasamningi nema að 400 milljarða krónueignir kröfuhafa verði afskrifaðar að lágmarki um 75%. Þetta fullyrðir Morgunblaðið í dag.

Blaðið hefur eftir ónafngreindum heimildum að áætlun Seðlabanka Íslands, sem gengur undir vinnuheitinu Bingó, geri ráð fyrir að kröfur þrotabúanna á á innlenda aðila verði keyptar af Seðlabankanum – og möugulega lífeyrissjóðunum á verði sem nemur 25% af bókfærðu virði í skiptum fyrir gjaldeyri.

Stærstu eignir bankanna eru hlutir í Íslandsbanka og Arion banka. Morgunblaðið segir að þetta séu lágmarkskröfur stjórnvalda.