*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 10. nóvember 2004 13:45

Vilja niðurfellingu eða lækkun veggjalds

Ritstjórn

Á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær var samþykkt tillaga þar sem skorað er á samgönguyfirvöld og Spöl ehf. að gera ráðstafanir til niðurfellingar eða lækkunar á veggjaldi í Hvalfjarðargöngin.

Tillagan er svohljóðandi: "Bæjarstjórn Akraness styður þingsályktunartillögu Guðjóns Guðmundssonar, alþingismanns, sem lögð var fram á Alþingi 5. október 2004, um að Alþingi feli ríkisstjórninni að leita leiða til að fella niður eða lækka verulega veggjald í Hvalfjarðargöng. Bæjarstjórn Akraness samþykkir áskorun til samgönguyfirvalda og Spalar ehf. um að báðir aðilar geri ráðstafanir til niðurfellingar eða lækkunar á veggjaldi í Hvalfjarðargöngin."