Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, hefur hafið leit að nýrri flugvél til að flytja forseta Bandaríkjanna á milli staða. Stefnt er að því að endurnýja flugvél forsetans ári 2022.

Það er bandarísku flugherinn sem hefur yfirumsjón með verkefninu. Þá stendur einnig til að endurnýja þyrlu forsetans árið 2020. Fjárveiting til verkefnanna nemur um 2,5 milljörðum dala.

Forseti Bandaríkjanna ferðast nú um í Boeing VC-25A flugvél, sem er í raun sér útgáfa af Boeing 747-200 vél. Bandaríski flugherinn hefur tvær slíkar vélar til umráða en þær voru teknar í notkun haustið 1990. Talið er að líftími þeirra sé um 30 ár en eins og gerist og gengur er búið að skipta um hreyfla í þeim báðum auk þess sem nauðsynlegir hlutir hafa verið endurnýjaðir með árunum, bæði hlutir sem tengjast flugvélinni sjálfri auk tæknibúnaðar sem hefur vissulega þróast mikið á þeim 22 árum sem vélarnar hafa verið í notkun.

Útreikningar flughersins gefa til kynna að ódýrara sé að kaupa nýjar vélar en að endurbæta þær sem fyrir eru. Þá munu nýjar vélar jafnframt vera mun sparneytnari en þær sem fyrir eru.

Nær öruggt má telja að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing muni fá það verkefni að hanna og framleiða nýja vél fyrir forsetann. Gera má ráð fyrir að nýjasta útgáfan af 747 vélunum, Boeing 747-8, verði fyrir valinu. Þó hafa verið ræddar hugmyndir um að kaupa Airbus A380 vél af evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus.

Samkvæmt frétt Reuters um málið hefur þó einnig verið rætt um að kaupa Beoing 787 Dreamliner vélar, en ólíklegt er að þær verði nýttar til að koma í stað Boeing VC-25 vélanna sem nú er notaðar. Þó má gera ráð fyrir að þær verði nýttar til að endurnýja Boeing C-32 vélar flughersins, sem er sérhönnuð útgáfa af Boeing 757 (sama tegund og Icelandair notar). Þær vélar eru nýttar til að flytja varaforseta Bandaríkjanna (og hljóta þá kallmerkið Air Force Two), forsetafrú Bandaríkjanna og í einstaka tilvikum ráðherra, þingmenn og hershöfðingja.

Boeing VC-25A vél bandaríska flughersins, sem er sérútgáfa af Boeing 747-200. Vélin er ber nafnið SAM 29000 en fær kallmerkið Air Force One um leið og forseti Bandaríkjanna stígur um borð, líkt og allar aðrar vélar flughersins. Flugherinn hefur tvær slíka vélar til afnota en þær voru framleiddar árið 1990.
Boeing VC-25A vél bandaríska flughersins, sem er sérútgáfa af Boeing 747-200. Vélin er ber nafnið SAM 29000 en fær kallmerkið Air Force One um leið og forseti Bandaríkjanna stígur um borð, líkt og allar aðrar vélar flughersins. Flugherinn hefur tvær slíka vélar til afnota en þær voru framleiddar árið 1990.

Boeing VC-25 vélarnar tvær hafa þótt mjög táknrænar fyrir embætti forseta Bandaríkjanna, enda glæsilegar vélar. Þær eru þó orðnar 22 ára gamlar og nú fer að koma tími á endurnýjun.

Boeing C-32 vél bandaríska flughersins. Vélin er breytt útgáfa af Boeing 757-200 vélinni (sem er sama tegund og Icelandair notar) og er notuð til að flytja varaforseta Bandaríkjanna (þá undir kallmerkinu Air Force Two), forsetafrú bandaríkjanna og eftir tilvikum ráðherra og þingmenn.
Boeing C-32 vél bandaríska flughersins. Vélin er breytt útgáfa af Boeing 757-200 vélinni (sem er sama tegund og Icelandair notar) og er notuð til að flytja varaforseta Bandaríkjanna (þá undir kallmerkinu Air Force Two), forsetafrú bandaríkjanna og eftir tilvikum ráðherra og þingmenn.

Boeing C-32 vél bandaríska flughersins.

Boeing 747-8 vél í litum Lufthansa.
Boeing 747-8 vél í litum Lufthansa.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Boeing 747-8 vél í litum Lufthansa. Gera má ráð fyrir að bandaríski flugherinn kaupi þannig vélar til að endurnýja vélar fyrir forseta Bandaríkjanna.

Airbus A380 vél í eigu Lufthansa.
Airbus A380 vél í eigu Lufthansa.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Airbus A380 vél í litum Lufthansa. Það er auðvitað ekki útilokað, þó það megi teljast ósennilegt, að slík vél yrði keypt til að flytja forseta Bandaríkjanna.

Það er ekki oft sem báðar Boeing VC-25A vélar bandaríska flughersins sjást saman. Hér eru þær þó saman á flugherstöðinni á Hawaii árið . Önnur vélin, sem ber nafnið SAM 28000, situr á jörðinni á meðan SAM 29000, sem í þessu tilviki flutti Georg W. Bush, forseta Bandaríkjanna og bar því kallmerkið Air Force One, er í aðflugi.
Það er ekki oft sem báðar Boeing VC-25A vélar bandaríska flughersins sjást saman. Hér eru þær þó saman á flugherstöðinni á Hawaii árið . Önnur vélin, sem ber nafnið SAM 28000, situr á jörðinni á meðan SAM 29000, sem í þessu tilviki flutti Georg W. Bush, forseta Bandaríkjanna og bar því kallmerkið Air Force One, er í aðflugi.

Það er ekki oft sem báðar Boeing VC-25A vélar bandaríska flughersins sjást saman. Hér eru þær þó saman á flugherstöðinni á Hawaii. Önnur vélin, sem ber nafnið SAM 28000, situr á jörðinni á meðan SAM 29000, sem í þessu tilviki flutti Georg W. Bush, forseta Bandaríkjanna og bar því kallmerkið Air Force One, er í aðflugi.