*

fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Fólk 12. febrúar 2021 09:05

Vilja óbreytta stjórn hjá Icelandair

Tilnefningarnefnd Icelandair leggur til að sömu fimm einstaklingar verðu endurkjörnir í stjórn félagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tilnefningarnefnd Icelandair leggur til að stjórn Icelandair verði öll endurkjörin á aðalfundi félagsins þann 12. mars.

Í stjórninni sitja Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson sem er formaður stjórnar. John og Nina tóku fyrst sæti í stjórninni á síðasta ári. Svava tók fyrst sæti í stjórninni árið 2019, Guðmundur 2018 og Úlfar 2010. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á hluthafahópi Icelandair frá síðasta stjórnarkjöri fyrir ár eftir hlutafjárútboð félagsins í september.